Morguninn eftir var svo keyrt til baka til Tana sömu leið og við komum. Við gátum haft smá bækistöð á Tana Plaza og einhverjir höfðu leigt herbergi í hálfan dag til að geta farið í sturtu og svoleiðis fyrir flugið sem var um kvöldið. Við fórum svo á markað sem seldi allskonar handiðnað. Það er ekki hægt að skipta peningum aftur yfir í dollara þannig að maður þurfti að skammta sér áður en við fórum á markaðinn og sumum fannst við fara með of lítin pening :) Elínborg keypti náttúrulega dúk eða tvo og við keyptum okkur líka málverk, ekkert meistaraverk en samt handmáluð mynd af sólsetrinu yfir nokkrum Boabab trjám.
Boabab looks like it is upside down
Síðan var komið við í í Hagkaup þeirra heimamanna sem var afar fróðlegt. Þar keyptum við tónlistardiska með Malagasy tónlist. Þeir reyndust reyndar vera tómir þegar heim var komið :) Við keyptum líka kaffibaunir og svoleiðis smáhluti. Við höfðum áður keypt bæði vanillu og ferskan kanil.
Við komum svo til baka á Plaza og þá tóku við gönguferðir til að drepa tímann áður en farið var á flugvöllinn. Á flugvellinum gekk allt mjög vel og heimamenn voru með skipulagið á hreinu. Meira segja var bara þokkaleg fríhöfn miðað við það sem maður átti von á.
Við fengum svo fínustu sæti í vélinni og flugið til Parísar gekk bara vel. Fólk fór svo til Bretlands með hinum ýmsu flugum þannig að við kvöddum flesta á vellinum í Tana en restina kvöddum við í París.
Það var erfið tilhugsun að þessi ævintýraferð væri búin en þó var nokkur tilhlökkun að fara heim því við höfðum verið lengi í fríi og Örn að byrja í nýrri vinnu og svona, ferðin með Flugleiðavélinni var því tregablandin en þó var nokkur tillhlökkun í okkur. Ferðin var líka búin að vera framar öllum vonum og hverrar krónu virði. Það er bara vonandi að við förum í fleirri svona ævintýraferðir á framandi slóðir.
Leave a Reply