Back to Tana

9 10 2007

Nú erum við í Tulear og erum að bíða eftir flugi til Tana. Við erum sem sagt búin að fara í bátinn aftur og í þetta skiptið var betra í sjóinn og ekki farið eins hratt og engir urðu fyrir óþægindum eins og í fyrri ferðinni. Mennirnir á Zebu kerrunum voru betri við dýrin í þetta skiptið þannig að ferðin í heild sinni var öll mun skemmtilegri. Við sitjum hérna á hóteli í Tulear og bíðum þess að fara á flugvöllinn.

Elínborg er auðveld bráð fyrir sölufólk og krakkana. Hún hikar alltaf og þá ná allir að hópast að henni. Á kúkaströndinni lenti hún í því að heill hellingur af börnum umkringdu hana og hrópuðu eitthvað til hennar. Oftast eru þau að biðja um bon bon (nammi á frönsku). En það er ekki sniðugt að gefa þeim því þau fara ekki til tannlæknis og eiga ekki tannbursta. Okkur er sagt að Frakkarnir gefi þeim nammi en þeir virðast hafa marga ósiði hérna. Mamy segir okkur að sumstaðar hafi fólk alveg farið að reiða sig á betl peninga frekar en að vinna venjulega vinnu. Það er verið að reyna að taka fyrir þetta og ferðamenn beðnir að vera ekki að gefa betlurum.

IMG_2606 Me with Mamy, our tour guide

Stundum sér maður samt örvæntingu í augum fólksins hérna. Ein stelpa sem við sáum á leiðinni frá Berenti til Fort Daupin horfði á okkur sem eins konar áfellisaugnarráði eins og hún væri að segja “af hverju eru þið þarna inni í rútunni og hafið það gott en ég föst hérna?”. Þegar rútan fór aftur af stað var eins og við værum að skilja hana eftir. Á þessum sama stað var lítill allsber strákur og það blæddi líltillega úr typpinu hans. Hann var eitthvað svo varnarlaus. En Malagasy börnin eru fallegustu börn sem við höfum augum litið.

Við höfum reynt að læra eins mikið í Malagasy og við ráðum við. Til dæmis getum við pantað drykki, heilsað og þakkað fyrir okkur. Á hótelinu í Ranahiri þá hló ein starfsstúlkan að Erni þegar hann reyndi að tala Malagasy og leiðrétti hann miskunarlaust. Það eru nefninlega mikið af mállýskum hérna þannig að sömu hlutirnir eru ekki sagðir nákvæmlega eins eftir því sem við ferðumst um. Við höfum líka lært að telja upp í tíu, rosa dugleg :)

Það eru búin að vera töluverð veikindi í hópnum. Nánast allar konurnar hafa orðið veikar að einhverju leiti. Mamy varð mjög veikur í ferðinni. Líklega varð hann veikur í rútunni til Berenti þegar við höfðum loftkælingu. Hann missti röddina og var með töluverðan hita. Hann dró samt ekkert af sér því hann var hálf hræddur um að verða rekinn greyið maðurinn. Þetta var leiðinlegt fyrir alla því við vildum auðvita bara að hann tæki sér einn dag í rúmminu til að jafna sig.

Það var afar gott að vera þennan eina og hálfa dag í Anakao og gera fátt annað en að sóla sig, fara í nudd, teiga góðar veigar og borða góðan mat. Þetta var alveg passlegt sólarstrandarfrí.

IMG_2409 Eínborg in a Tuk Tuk

Við höfðum 4 tíma til að drepa í Tulear þar sem lítið er til dundurs. Tulear er fátækasta borg landsins og lítið fyrir túrhesta að gera. Víð fórum túr um bæinn sem tók 10 mínútur. Og svo á ávaxtamarkaðinn. Markaðurinn bar þess merki að lítið er um fyrr nefnda hesta. Mest bara matvara á boðstólunum og lítið um bruðl varning. Þó var smá gata með nokkrum munum og þar keyptum við kameljón og lemur úr Sesal trefjum. Við fengum svo inni á eina hótelinu með sundlaug þar sem við snæddum hádegisverð. Við drepum svo tímann með því að æfa okkur í Malagasy á meðan aðrir fóru í sund. Við tók svo 70 mínútna flug til Tana þar sem við gistum eina nótt á Tana Plaza. Fyrst þegar við komum á Tana Plaza fannst okkur þetta svona ok hótel en núna þegar við vorum búin að kynnast landinu sáum við hversu mikið lúxus hótel þetta í rauninni var, minnti okkur bara á Holtið, þjónustan var alveg frábær og á veitingastaðnum var hún eiginlega bara of frábær. Örn fékk sér geitaostarétt sem var með mikið af rjómaosta-geitaosti, full mikið þó hann væri góður. Elínborg fékk sér grænmetis Canallone eins og fyrsta kvöldið. Þetta var Canallone þar sem búð var að skipta út pastanu fyrir grænmeti. Gumsið var vafið inn í gúrku, gulrót og zuccini og kom svona ljómandi vel út.


Actions

Information

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s




%d bloggers like this: