Berenti

1 10 2007

Í morgun keyrðum við til Berenti reserve (verndarsvæði). Það tók um fjóra á hálfan tíma að keyra þessa 90 kílómetra og vegurinn var svakalega holóttur en rútan sem við fórum á var greinilega ný, með loftkælingu og öllu þannig að þetta var fínt. Við sáum þó fátæktina í þorpunum sem við keyrðum í gegn um. Hús heimamanna eru frábrugðin á milli ættbálka en í Madagaskar eru 18 mismunandi ættbálkar. Við sáum greinilegan mun á milli þorpanna. Fólkið er allt mjög glaðlynt en þó sáum við í nokkur skipti stráka dálítið grimma á svip.

IMG_2243 The bumpy road…

Það var frábært að koma til Berenti. Þegar við keyrðum að þá hittum við strax fyrir Ringtailed Lemurs. Þeir voru að vonast eftir að fá banana. Þeir voru svo frakkir að sniglast inn í herbergi til einnar í hópnum (Veru) og grömsuðu í bakpokanum hennar því þeir fundu bananalykt úr pokanum. Þeir eru svo sætir þessir littlu guttar, það væri hægt að eyða heilu dögunum í að fylgjast með þeim valhoppa um. Stuttu eftir að við komum til Berenti var farið í gögnuferð. Fyrst var að sjálfsögðu borðað og enn var það nautakjöt. Við erum búin að borða frekar mikið kjöt í þessari ferð. Allavega þá fórum við í göngu og skoðuðum trén og leituðum eftir fuglum og lemúrum. Með okkur í för var leiðsögumaður frá verndarsvæðinu og stelpa sem var í læri hjá honum. Rétt áður en við fórum í göngutúrinn sáum við dansandi Sifaka Lemúra sem var alveg dásamlegt. Þeir eru hvítir með svart trýni og þegar þeir fara á milli trjáa á jörðinni þá hoppa þeir til hliðanna eins og þeir séu að dansa. Mjög fyndið. Í göngunni sáum við líka Brúna Lemúra. Þeir eru hrikalega sætir og mjög forvitnir. Við sáum líka ýmsar tegundir fugla, bæði stóra ránfugla og einnig minni söngflugla.

IMG_2295 The cheeky Brown Lemur

Seinna um daginn þegar farið var að dimma þá fórum við í kvöldgönguna. Þá var orðið dimmt og við vorum öll með vasaljós með okkur. Síðan var gengið um skóginn og leitað að músa lemúrum, brúnum og gráum og brown sportive lemúrum. Við sáum þá líka. Elínborg komst í návígi við músalemúr og hann var þvílíkt sætur. Þetta var virkilega gaman þó svo að maður hefði ekki haft mikla trú á svona nætur göngu fyrirfram. Eftir gönguna var borðað og farið snemma í háttinn.

Daginn eftir fórum við í göngu snemma um morguninn. Þá var aftur leitað að fuglum og lemúrum. Síðan var morgunmatur og við hjónin fórum í smá göngutúr ein og sáum sifaka, Brúna Lemúra og Ringtail Lemúra. Það var hrikalega gaman að vera bara tvö úti í skógi að skoða þessi æðislegu dýr. Það var alveg stórkostlegt að vera á þessu verndarsvæði og geta verið í svona miklu návígi við öll þessi stórkostlegu dýr. Lemúrarnir eru auðvita sérstaklega skemmtilegir, þeir sitja í svo fyndnum stellingum, labba skringilega og eru bara hreint dásamlegir. Við hefðum alveg verið til í að vera aðeins lengur í Berenti. Við skoðuðum að lokum safn á staðnum sem var einskonar þjóðmynjasafn fyrir svæðið og svo skoðuðum við sesal verksmiðju en í kring um Berenti eru gífurlega víðáttumiklir sesal akrar. Að lokum keyðum við aftur til Fort Daupine í fjóra tíma. Það var bara ljómandi fínt að ferðast svona með rútu og fylgjast með fólkinu og skoða landslagið. Við stoppuðum til að kaupa minjagripi á einum stað. Þar stóð fólk við bás og voru allir að selja það sama. Það voru svona átta til tíu manns. Það var mjög erfitt að velja við hvern maður verslaði en við keyptum tvo pínulitla tré lemúra, mjög sætir. Einnig var stoppað í þorpi þar sem verið var að selja jurta Viagra að hætti heimamanna og við vorum fullvissuð um að það virkaði. Það kom hellingur að börnum að rútunni. Þau voru að biðja um peninga og nammi. Þetta var greinilega fátækt þorp. Húsin sem við höfum séð út í sveitinni hafa verið mjög fátækleg. Þetta eru bara kofar úr ruslalegum spýtuafgöngum. En samt brosir fólkið og er glatt að sjá. Hjá einu þorpinu voru staflar af fötum sem fólkið var að selja. Það selur allt sem það getur. Við gengum svo í gegn um eitt þorpið þar sem var þvílíkur barnaskari. Katherine elskar börnin og þau hana. Við sáum hana koma niður götuna með allan skarann á eftir sér, þau öll hlæjandi og glöð. Það var alveg dásamleg sjón. Við tókum svo af þeim myndir og sýndum þeim á skjáinn og þau hlóu og hlóu.

IMG_2359 Happy kids everywhere

Katherine er svo dugleg að leika við börnin og heilsa þeim og svona. Hún gerði svo grettu þegar við vorum komin upp í rútu og þau grettu sig öll til baka. Mjög fyndið. Öllum fannst ferðin til baka frá Berenti stutt því það var svo gaman á leiðinni. Það var þó fínt að koma aftur á hótelið í Fort Daupine. Við komum okkur fyrir og drifum okkur svo á barinn og hittum þar fyrir ferðafélagana. Þetta er allt prýðis fólk. Það er oft svo gaman að hlusta á enskuna og skoskuna. Í þetta sinn var maturinn ekki upp á marga fiska. Í aðalrétt var Zebu lifur eða nautalifur. Lyktin gaf ekki góð fyrirheit og bragðið var eins og búast mátti við. Það voru nokkrir sem borðuðu með bestu lyst, aðrir borðuðu aðeins fyrir kurteisis sakir en sumir komu engu niður.


Actions

Information

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s




%d bloggers like this: