Fort Dauphine

30 09 2007

Flugið til Fort Daupine gekk vel. Við sváfum mest allan tíman sem var mjög gott :) Við þurftum reyndar að bíða dálítið lengi á flugvellinum því við þurftum að bíða eftir fólki sem var ekki með okkur í hóp. Hótelið í Fort Daupine var mjög flott. Við tékkuðum okkur inn og fórum á herbergið. Síðan var haldið á barinn eins og venjulega og fengið sér Biere Lehbe ræ THB (Three Horse Bier) sem er mjög góður Madagaskar bjór. Við borðuðum svo öll saman. Fengum grænmetis súpu og svo Zebu pottrétt (nautakjötsgúllas). Þetta var bara ljómandi. Við sátum svo aðeins að sumbli eftir matinn með Julie, Clive og Katherine.

IMG_2222 The pool is unfortunately empty

Gaman að segja frá því að hótelið sem við gistum á var varið yfir blánóttina af tveimur mönnum vopnuðum spjótum :)


Actions

Information

Leave a comment