The savior

29 09 2007

Í morgun heimsóttum við í þorp sem reist hefur verið af Argentískum/Frönskum presti, Per Pedro, og er í raun partur af keðju af þorpum sem hann hefur reist. Hann var sjálfur að fagna 50 ára víxluafmæli og hélt messu af því tilefni. Per Pedro er búinn að búa í Madagaskar í tugi ára og hefur gert alveg ótrúlega hluti þar og helgað líf sitt aðstoð við fátæka og talið er að hann hafi aðstoðað yfir 250.000 manns og komið til betra lífs. Hann hefur bæði safnað fé til að byggja hús fyrir fókið og einnig komið að byggingu þeirra með eigin hendi. Þetta er líklega einhver merkilegasti maður sem við höfum komist í návígi við um ævina. Messan var alveg ótrúleg lífsreynsla. Það voru ábyggilega á milli 5.000 og 6.000 manns samankomin á samkomunni og stór hluti voru börn. Per Pedro messaði og fólkið söng. Maður bara táraðist við að vera vitni af því hvað þetta fólk gat verið glatt og skemmt sér mikið þó svo að ytri aðstæður væru kannski ekki eins og best verður á kosið. Þetta var alveg stórkostleg upplifun að vera viðstaddur þessa messu þar sem svona margt fólk kom saman og söng að gríðarlegri innlifun og gleði. Í kring um okkur sátu litlar stelpur sem sungu svo skært að þær hefðu líklega farið létt með að brjóta kristalsglös með söngnum. Það var líka saman að sjá að allir höfðu þvegið sér og farið í sparifötin fyrir messuna, allir í litríkustu fötunum sínum og voða prúðbúnir. Þarna sá maður að greinilega komu fatasendingar frá vesturlöndum og fókið raðaði þessu öllu saman í smekklega búninga. Það er alveg augljóst að Per Petro hefur gert frábæra hluti þarna og fólkið elskar hann og dáir enda hefur hann lagt sitt líf algerlega í að aðstoða þetta fólk. Hann var nokkuð vel tengdur í Frakklandi áður en hann kom til Madagaskar. Hann spilaði með franska landsliðinu í fótbolta og þekkti ýmsa ráðamenn í Frakklandi, meðal annars Mitterand fyrrverandi forseta Frakklands. Eftir að hann var vígður sem prestur kom hann í heimsókn til Madagaskar og þar kom hann auga á neyðina, tugir þúsusunda sem hafði lífsviðurværi sitt af því að róta í öskuhaugum, stunda betl, vændi og fleira í þeim dúr.

IMG_2187 At the mass

Eftir messuna var mikið af börnum sem vildi fá teknar myndir af sér og skríktu af gleði þegar þau sáu þær á skjáunum hjá okkur á digital myndavélunum. Einn gutti með bróður sinn á bakinu elti Elínborgu um allt í von um að fá myndir af sér og við reyndum að mynda sem flesta og sýna þeim. Margir úr hópnum höfðu komið með skólabækur, blýanta og fleira í þeim dúr og við afhentum mest af dótinu hér.

IMG_2204 With the kids

Við keyrðum svo upp á hæð þar sem sá yfir nokkur þorp sem Per Pedro hafði skipulagt og tókum myndir. Að lokum skoðuðum við svo aðstæður fólksins sem enn lifði á öskuhaugunum, þar var fólk að róta í ógeðslegu ruslinu með prikum og leita að einhverju ætilegu eða einhverju sem hægt væri að selja. Það virtist ekki huggulegt líf og maður getur eiginlega ekki ýmyndað sér aðstæður fólks sem dregur fram lífið á þennan hátt.

IMG_2211 Going through the garbage

IMG_2205 One of the new villages

Við fórum svo aftur á hótelið og pökkuðum niður því næst var feriðinni heitið til Fort Daupin sem er á suð-austur strönd eyjarinnar. Við borðuðum aftur á franska hótelinu og borðuðum þar fisk sem oft var nefndur í ferðinni og var alltaf kynntur sem “kind of like Tuna but not Tuna” og voru skiptar skoðanir um ágæti hans.

Til að byrja með verður flogið til Fort Daupin sem er á suð-austur horni Madagaskar og gist þar eina nótt en síðan er ferðinni heitið til Berenti sem er verndarsvæði fyrir Lemúra og gríðarleg tilhlökkun hjá okkur hjónunum að koma þangað.


Actions

Information

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s
%d bloggers like this: