The beginning

27 09 2007

Við erum alveg að verða komin til Madagaskar :) Bara ca. 1 klukkustund í lendingu. Erum degi fyrr á ferðinni en áætlað var. Air Madagaskar felldi niður flugið okkar og við þurftum að fara einum degi fyrr af stað. Fengum að vita þetta örfáum klukkustundum fyrir brottför. Þurftum að redda nýju flugi og hóteli í London. Sem betur fer vorum við búin að pakka mestu og búin að ákveða hvað ætti að fara með og svona. Það voru samt nokkrir hlutir sem við ætluðum að redda daginn fyrr brottför en ekki náðist að redda vegna tímaskorts. Það hefur þó allt gengið vel. Fengum flug til London og hótel við komuna þangað. Við höfðum það notalegt í London. Flugið til Parísar var stutt og ekkert mál að rata á flugvellinum en við höfðum verið vöruð við að hann væri erfiður og leiðinlegur.

IMG_2109 At Keflavík Airport

Við vorum að reyna að skyggnast eftir ferðafélögunum og giskuðum á nokkra en það kemur í ljós á eftir hverjir þeir raunverulega eru (við vorum ekki með neina rétta þar sem við giskuðum á yngra og garpalegra fólk heldur en raunverulega kom með okkur).

Flugið til Madagaskar tekur ca. 12 klukkustundir. Vélin er ekkert spes, við sitjum aftast og þar var til dæmis ekki hægt að sýna myndir um borð þar sem tækin voru biluð en við höfðum það þó furðu huggulegt þrátt fyrir langt flug og slakar aðstæður, enda tilhlökkunin mikil að koma á framandi slóðir. Okkur finnst það eitthvað svo óraunverulegt að vera nánast komin til Afríku en þó ekki til þeirrar Afríku sem maður les um eða sér í sjónvarpinu því okkur skilst að Madagaskar sé ekki svona “týpískt” Afríkuland. Við erum þó gríðarlega spennt.


Actions

Information

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s




%d bloggers like this: